Verðbólga eykst á ný

Hækkandi eldsneytisverð hefur mikil áhrif á vísitöluna.
Hækkandi eldsneytisverð hefur mikil áhrif á vísitöluna.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní, sem Hagstofan reiknar út, hækkaði um 1,38% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,2%  en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 16,7%.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3% sem jafngildir 12,5% verðbólgu á ári (18,1% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Þetta er meiri verðbólga en hagdeildir bankanna bjuggust við. Landsbankinn spáði 1,2% hækkun vísitölu og Íslandsbanki 0,9% hækkun.

Fastskattavísitala neysluverðs hækkaði um 0,98% en hún reiknar verðbreytingar miðað við að sköttum og gjöldum sé haldið föstum. Áfengis- og tóbaksgjald auk gjalda á bensín og díselolíu voru hækkuð með lögum sem samþykkt voru 28. maí síðastliðinn. Þessar breytingar, að undanskilinni hækkun bensíngjalds, eru þegar komnar til framkvæmda og höfðu þær um 0,4% áhrif til hækkunar á vísitölunni nú.

Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 7,8% (vísitöluáhrif 0,36%) og verð á áfengi og tóbaki um 9,8% (0,32%) og er það að hluta til vegna hækkunar gjalda. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,2% (0,17%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,8% (-0,11%). Áhrif af lækkun markaðsverðs voru -0,07% en af lækkun raunvaxta -0,04%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK