Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum bankans óbreyttum en ný ákvörðun um vexti verður tekin í næstu viku.
Þá reiknar Íslandsbanki einnig með því að nefndin ákveði að halda innlánsvöxtum óbreyttum en á tímum sem þessum þegar gnógt sé af lausu fé í umferð séu innlánsvextirnir mun meira ráðandi um hið peningalega aðhald en stýrivextirnir.