Svíar samþykkja lán til Íslands

Rosenbad, aðsetur sænsku ríkisstjórnarinnar í Stokkhólmi.
Rosenbad, aðsetur sænsku ríkisstjórnarinnar í Stokkhólmi.

Sænska ríkisstjórnin hefur samþykkt að lána Íslendingum 700 milljónir dala, jafnvirði 90 milljarða íslenskra króna. Er þetta hluti af sameiginlegu norrænu láni sem nemur samtals 2,5 milljörðum dala og tengist áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands.  

Fram kemur á vef sænska stjórnarráðsins, að Norðurlöndin hafi unnið náið saman að málinu og hafi nú náð samkomulagi um lánasamningana. Þeir taki gildi við undirskrift, sem sé áformuð innan skamms.

Þá kemur fram, að norræna lánið verði greitt út í fjórum jöfnum greiðslum eftir að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi staðfest fyrstu fjórar endurskoðunirnar á íslensku áætluninni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka