Þýskir eignast í Kaupþingi

Kröfu­haf­ar Spari­sjóðs Mýr­ar­sýslu (SPM) munu eign­ast 2,5 til 3 pró­senta hlut í Nýja Kaupþingi ef nauðamn­ing­ar verða samþykkt­ir. Á meðal þeirra eru þrír þýsk­ir bank­ar.

Þann 27. mars samþykktu stærstu kröfu­haf­ar SPM til­lögu að fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu hans. Á grund­velli þess sam­komu­lags seldi SPM all­ar eign­ir sín­ar til Nýja Kaupþings, en þær eru fyrst og fremst inn­lán og eign­ar­hald á minni spari­sjóðum víðsveg­ar á land­inu sem SPM hafði tekið yfir á und­an­förn­um árum. Nýja Kaupþing átti síðan að greiða fyr­ir það með hluta­fé í sjálf­um sér og út­gáfu skulda­bréfs fyr­ir það sem upp á vantaði.

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að gert sé ráð fyr­ir að kröfu­haf­arn­ir fái um 65 pró­sent krafna sinna greidd­ar miðað við þessa fram­setn­ingu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka