Bréf deCODE hækkuðu um 50%

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Július

Gengi hlutabréfa deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um rúm 50% í viðskiptum á bandaríska Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í dag. Kemur þessi hækkun í kjölfar tilkynningar um að bréf félagsins hafa aftur verið skráð á aðallista Nasdaq.

Hlutabréf deCODE hækkuðu um 50,07% og er gengið skráð 45 sent. Rúmar 2 milljónir hluta skiptu um eigendur í dag sem er vel yfir meðallagi á einum degi. 

Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,4% og er 8438 stig en fjárfestar virðast hafa verið að innleysa hagnað. Nasdaq vísitalan hækkaði hins vegar um 0,47% og er 1838 stig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK