Byr sækir um framlag frá ríkinu

Byr hefur ráð Þjóðverja til að aðstoða við endurskipulagningu vegna …
Byr hefur ráð Þjóðverja til að aðstoða við endurskipulagningu vegna umsóknar um framlag frá ríkissjóði. mbl.is/Kristinn

Byr sparisjóður hefur tekið ákvörðun um að nýta ákvæði í neyðarlögunum og sækja um framlag frá ríkissjóði. Fjárhæðin liggur ekki fyrir en vinna vegna umsóknar gengur vel.  

Nýta sér þýska sérfræðiþekkingu
Unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu vegna umsóknar um framlag í samstarfi við fjármálaráðuneytið, FME og fleiri hagsmunaaðila. Hefur Byr ráðið til sín þýskan sérfræðing frá KPMG í tengslum við þessa vinnu og miðar henni vel. Hann hefur einnig þá stöðu að semja við erlenda kröfuhafa Byrs, samkvæmt upplýsingum mbl.is

Á íslenskum fjármálamarkaði eru framundan verkefni sem krefjast mikillar einbeitni og úthalds. Kanna þarf til hlítar hvernig koma má traustari stoðum undir rekstur heimila og fyrirtækja hér á landi þannig að vel sé að búið til langrar framtíðar. Óvissuþættirnir eru vissulega fjölmargir og miklir og tengjast endurreisn bankakerfisins, afnámi hafta á gjaldeyrismarkaði, gengi krónunnar, fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja og breytingum á alþjóðlegu samstarfi, að því er segir í tilkynningu frá Byr sparisjóði.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK