Kanadískt félag kaupir í HS Orku

Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja

Kanadíska fyr­ir­tækið Magma Energy kem­ur að kaup­um Geys­is Green Energy (GGE) á 34,7 pró­senta hlut Reykja­nes­bæj­ar í HS Orku á þrett­án millj­arða króna, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Magma mun koma að fjár­mögn­un kaup­anna og í kjöl­farið kaupa 10,8 pró­sent hlut í HS Orku af GGE ef af þeim verður. Það mun skýr­ast á næstu vik­um.

Er­lendu fjár­fest­arn­ir gætu síðan eign­ast enn stærri hlut í HS Orku, sem er fram­leiðslu- og sölu­hluti þess sem áður var Hita­veita Suður­nesja, með hluta­fjáraukn­ingu í fé­lag­inu.

Fé­lagið mun auk þess hafa áhuga á hlut Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) og Hafn­ar­fjarðar í orku­fyr­ir­tæk­inu, en hann nem­ur um 32 pró­sent­um. Óbind­andi til­boð í hann verða opnuð á mánu­dags­morg­un en ís­lenska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Arctic Fin­ance hef­ur verið með þann hlut í sölumeðferð um nokk­urt skeið. Full­trú­ar ým­issa er­lendra orku­fyr­ir­tækja eru stadd­ir hér­lend­is um þess­ar mund­ir vegna þessa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK