Krefjast 150 ára fangelsis

Bernard Madoff fluttur í dómhús í New York.
Bernard Madoff fluttur í dómhús í New York. Reuters

Banda­rísk stjórn­völd krefjast þess, að kaup­sýslumaður­inn Bern­ard Madoff verði dæmd­ur í 150 ára fang­elsi fyr­ir stór­felld fjár­svik en talið er að Madoff hafi svikið tugi millj­arða dala út úr viðskipta­vin­um sín­um. Dóm­ur verður kveðinn upp á mánu­dag.

Dóm­stóll í New York hef­ur úr­sk­urðað að eign­ir sem nema 170 millj­örðum dala, jafn­v­irði nærri 22 þúsund millj­arða króna, skuli gerðar upp­tæk­ar en það er sú upp­hæð sem tal­in er hafa runnið gegn­um fjár­fest­ing­ar­fé­lag Madoffs.

Þá samþykkti Ruth, eig­in­kona Madoffs, að láta af hendi um 80 millj­óna dala eigna en held­ur eft­ir um 2,5 millj­ón­um dala í reiðufé. 

Í minn­is­blaði  Lev Dass­ins, sak­sókn­ara, kem­ur fram að rík­is­sak­sókn­ara­embættið tel­ur hæfi­lega refs­ingu Madoffs vera 150 ára fang­elsi eða dóm­ur sem tryggi, að Madoff, sem er 71 árs, sitji í fang­elsi það sem eft­ir er æv­inn­ar.

Madoff, sem á sín­um tíma var stjórn­ar­formaður Nas­daq verðbréfa­markaðar­ins, blekkti fjár­festa til að af­henda hon­um millj­arða dala til ávöxt­un­ar. Hann notaði hins veg­ar féð til að greiða öðrum fjár­fest­um  „vexti". Talið er að fjár­svik­in nemi 61 millj­arði dala.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka