Stoðir, áður FL Group, töpuðu 7,1 milljarði króna á sölu á hlut sínum í Northern Travel Holding (NTH), móðurfélagi Sterling. Þá tapaði félagið á upphaflegri sölu á Sterling til NTH en græddi ekki fimm milljarða króna í „gervi-hagnað“ líkt og almennt hefur verið talið.
Þetta kemur fram á minnisblaði sem starfsmenn Stoða unnu fyrir kröfuhafa félagsins í kjölfar þess að húsleitir voru framkvæmdar hjá Hannesi Smárasyni vegna Sterling-viðskiptanna.
Morgunblaðið hefur minnisblaðið, sem er dagsett 5. júní síðastliðinn, undir höndum.