Røkke fær 9 milljarða í vasann

Kjell-Inge Røkke.
Kjell-Inge Røkke. mbl.is/Kristján

Norski kaupsýslumaðurinn Kjell Inge Røkke og kona hans, Anne Grete Eidsvig, fá greiddar yfir 440 milljónir norskra króna, nærri 9 milljarða íslenskra króna, út úr fjárfestingarfélagi sínu, The Resource Group TRG.

Fram kemur á viðskiptavefnum e24.no, að þetta gerist með því að eigið fé félagsins verði lækkað. Þetta kemur fram í ársreikningi TRG fyrir síðasta ár. 

Røkkehjónin eru að byggja sér mikið glæsihús á Konglunden í Askar skammt frá Ósló. Áður en byggingarframkvæmdirnar hófust hafði Røkke eytt 45 milljónum norskra króna í að kaupa þrjú gömul hús, sem síðan voru rifin til að rýma fyrir nýja húsinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK