Erlendir bjóða í hlut OR í HS Orku

Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja

Nokkur tilboð bárust í hlut Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku, en þeir aðilar eiga samtals um 32 prósent hlut. Það voru fyrst og fremst erlendir aðilar sem sýndu hlutnum áhuga. Þetta staðfestir Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, við fréttavef Morgunblaðsins.

Óbindandi tilboðshugmyndir voru opnaðar í gærmorgun, en íslenska ráðgjafafyrirtækið Arctica Finance hefur haft hlutina í söluferli í um tvo mánuði. Hjörleifur vill ekki segja hversu mörg tilboð hafi borist en segir þau þó vera í fleirtölu. „Við fengum tilboð. Nú er næsta mál á dagskrá að vinna úr þeim á næstu vikum, ræða við bjóðendur og athuga hvort að það takist við þá samningar. Þetta eru ekki endanleg tilboð heldur tilboðshugmyndir sem við ætlum að taka allt að fjórar vikur í að skoða."

Hjörleifur segir að ferlið hafi staðið yfir í um tvo mánuði, eða frá því að stjórn OR samþykkti að setja hlut fyrirtækisins í HS Orku í formlegt söluferli. „Arctica Finance hafa síðan haldið utan um þetta og gefið fjöldamörgum aðilum kost á því að kynna sér þetta. Við ákváðum að reyna að klára þetta mál fyrir haustið, og mér sýnist að svo verði. Hvort sem selt verður eða ekki þá verður alla veganna búið að fara í gegnum þetta ferli."

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK