Forsetinn útilokar ekki aðstoð

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, emírinn af Katar og Össur Skarphéðinsson.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, emírinn af Katar og Össur Skarphéðinsson.

„Við svör­um aldrei spurn­ing­um í viðteng­ing­ar­hætti,“ sagði starfsmaður embætt­is for­seta Íslands þegar reynt var að fá svör við því hvort embættið myndi brúa bilið í sam­skipt­um Kat­ar og Íslands ef embætti sér­staks sak­sókn­ara færi þess á leit við embættið.

Sem kunn­ugt er vinn­ur embætti sér­staks sak­sókn­ara að því að boða sj­eik Mohamed Bin Khalifa Al-Thani til yf­ir­heyrslu í tengsl­um við rann­sókn á hluta­bréfa­kaup­um hans í Kaupþingi rétt fyr­ir banka­hrunið. Grun­ur leik­ur á að um sýnd­ar­viðskipti hafi verið að ræða sem varði hugs­an­lega markaðsmis­notk­un í lög­um um verðbréfaviðskipti. Einnig er verið að rann­saka hvort viðskipt­in varði auðgun­ar­brotakafla hegn­ing­ar­laga.

Þau svör bár­ust samt frá embætti for­set­ans að afstaða yrði tek­in þegar og ef slík beiðni um aðstoð kæmi. „Ef embættið [sér­stak­ur sak­sókn­ari] leit­ar til okk­ar tök­um við af­stöðu til þess þegar embættið leit­ar til okk­ar."

Nauðsyn­leg­ur vitn­is­b­urður
Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í gær er vitn­is­b­urður Al-Than­is tal­inn nauðsyn­leg­ur til að varpa frek­ara ljósi á mála­vexti. Íslenska ríkið hef­ur ekki boð- og lög­gæslu­vald í öðrum lönd­um og því þarf að fylgja viður­kennd­um sam­skipta­regl­um. Beiðni um yf­ir­heyrslu fer í gegn­um svo­kallaða gagn­kvæma rétt­araðstoð við meðferð saka­mála milli landa (e. mutual ass­ist­ance). Stjórn­völd í Kat­ar taka síðan sjálf­stæða ákvörðun um hvernig fara skuli með beiðni embætt­is sér­staks sak­sókn­ara, en málið varðar bróður valda­mesta manns lands­ins.

Í janú­ar á síðasta ári fór Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, í op­in­bera heim­sókn til Kat­ar ásamt Öss­uri Skarp­héðins­syni, þáver­andi iðnaðarráðherra, og áhrifa­mönn­um úr ís­lensku viðskipta­lífi, þ.ám. Sig­urði Ein­ars­syni, stjórn­ar­for­manni Kaupþings. Í maí sama ár var for­set­inn aft­ur í Kat­ar á veg­um CNN, Fortu­ne og Time vegna um­fjöll­un­ar um orku­mál. Við það tæki­færi færði for­set­inn emírn­um að gjöf stækkaða mynd af ís­lensk­um fálk­um.

Emír­inn af Kat­ar er fjöl­kvæn­ismaður og Sheikha Mozah sem er „aðal-eig­in­kona“ hans er góð vin­kona Dor­rit­ar Moussai­eff for­setafrú­ar.

sjeik Mohamed Bin Khalifa Al-Thani.
sj­eik Mohamed Bin Khalifa Al-Thani.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK