Lárus hættur hjá skilanefnd Landsbankans

Lárus Finnbogason.
Lárus Finnbogason. mbl.is/Eggert

Lárus Finnbogason hefur látið af störfum í Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. að eigin ósk en hann hefur verið formaður nefndarinnar undanfarna 9 mánuði. Ekki liggur fyrir hver tekur við af honum.

Lárus segir í tilkynningu, að ástæður úrsagnarinnar séu eingöngu persónulegs eðlis. Frá fyrsta degi hafi mikið álag fylgt starfinu, sem hafi gert það að verkum að hann hafi ekki getað sinnt sem skyldi margvíslegum verkefnum hjá Deloitte.  Lárus er einn af meðeigendum Deloitte og hverfur aftur þangað til starfa.

Lárus segist einnig telja, að rekstur Landsbankans sé nú í góðum farvegi þótt gríðarlega mikilvægt langtímastarf sé enn óunnið. Slitastjórn hafi nýlega tekið til starfa, sem annist ýmis verkefni tengd innköllun krafna,
úrlausn þeirra og úthlutun úr búinu og það létti að því leyti störf skilanefndarinnar. Í þessu ljósi segist Lárus telja, að úrsögn úr nefndinni eigi ekki að trufla starfsemina svo neinu nemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK