Norrænu ríkin lána Íslendingum

Norrænu ríkin hafa skrifað undir langtímalánasamning við íslenska seðlabankann en alls munu þau lána Íslendingum 1,775 milljarða evra, rúma 318 milljarða íslenskra króna. Norðmenn lána Íslendingum 480 milljónir evra.

Í tilkynningu frá Seðlabanka Noregs kemur fram að skrifað hafi verið undir samkomulagið í dag en það sé liður í stuðningi norrænu ríkjanna við Ísland.

Norsk stjórnvöld samþykktu í nóvember 2008 að veita Íslendingum lán eftir að beiðni um slíkt barst frá Seðlabanka Íslands. Lánið er til tólf ára en ber vexti í fimm ár. Lánið verður veitt með fjórum jöfnum greiðslum og verður tengt við útborganir á láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK