Spá óbreyttum stýrivöxtum

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands Golli / Kjartan Þorbjörnsson


IFS Greining reiknar með því að engar breytingar verði gerðar á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands í fyrramálið en á morgun er vaxtaákvörðunardagur hjá bankanum. IFS Greining telur þó töluverðar líkur á að að þeir verði lækkaðir um 1 prósent.

Frá síðasta stýrivaxtafundi í byrjun júní hefur verið lögð fram langtíma áætlun í ríkisfjármálum þar sem aðhald í ríkisfjármálum verður aukið. Aukið aðhald í ríkisfjármálum skapar svigrúm fyrir lækkun peningalegs aðhalds, samkvæmt upplýsingum frá IFS Greiningu.

„Skrifað hefur verið undir stöðugleikasáttmála milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar þar sem aðilar voru sammála um stefnu í efnahagsmálum. Stærstu spurningunni er þó enn ósvarað, sem er hvort skrifað verður undir Icesave samninginn. Aukið aðhald í ríkisfjármálum og minni óvissa á vinnumarkaði eykur líkur á stýrivaxtalækkun. Hins vegar hefur enn ekki verið skrifað undir Icesave samninginn. Líklegt er að peningamálastefnunefnd vilji bíða með afdrifamiklar ákvarðanir þangað til að ljóst liggur fyrir um örlög samningsins.

Nánast skilyrði fyrir greiðslu af lánasamningi AGS við íslenska ríkið er að samið verði um greiðslur af Icesave. Lánafyrirgreiðsla frá hinum Norðurlöndunum er gegn skilyrði um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fyrrgreind lán eru nauðsynleg til að raunhæfari grundvöllur fyrir styrkingu krónunnar myndist. Aukin gjaldeyrisforði er ein af forsendum þess að gjaldeyrishöftum verði aflétt.
Gengi krónunnar hefur verið veikt að undanförnu og hefur frekar verið að veikjast, ólíklegt er að  peningamálastefnunefnd vilji tefla á tvær hættur á meðan svo er og gjaldeyrisvaraforðinn enn heldur veikburða.  Einnig liggja ekki fyrir uppgjör bankanna," því er segir í efnahagsspá IFS Greiningar.
 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK