Ákvæði féll niður við kaup NTH á Sterling

Martin Sylvest

Fons seldi FL Group (nú Stoðir) Sterling í október 2006 með ákvæði um að endanlegt söluverð myndi ráðast af því hvernig reksturinn gekk. Endanlegt kaupverð gat því hækkað eða lækkað frá því að skrifað var undir samninginn, að því er fram í minnisblaði sem starfsmenn Stoða/FL Group útbjuggu í júní og vitnað er í í úttekt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem kom út í dag.

Ekki reyndi á ákvæðið, því FL Group seldi Sterling til  Northern Travel Holding  (NTH) í lok árs 2006 og því fellur ákvæðið niður, að því er fram kom í fréttinni.

Í tilkynningu frá FL Group þegar NTH var stofnað og keypti Sterling segir að tekist hafi að snúa við rekstri flugfélagsins.

Stofnendur NTH voru: Fons (43%), FL Group (35%) og Sund (22%). Síðar seldu Sund og FL Group sig úr félaginu.

Ekki náðist í Pálma Haraldsson, eiganda Fons, við vinnslu þessarar fréttar. Einar Þór Sverrisson, lögmaður hans, sagðist ekki vera talsmaður Pálma þegar leitað var eftir viðbrögðum.

Fons, NTH og Sterlin eru fariní þron.

En lítum á söguna:

Fons kaupir Sterling í mars 2005. Kaupverðið var um fjórir milljarðar króna og sagði Pálmi að markmiðið væri að Sterling yrði rekið með hagnaði árið 2005.

Í ljós kom hins vegar að fyrsta fjórðung ársins var 460 milljóna króna tap á rekstri Sterling. Í júlí er Sterling sameinað öðru dönsku flugfélagi, Maersk Air, en kaupverð Maersk er ekki gefið upp.

Í október 2005, sjö mánuðum eftir að Fons kaupir Sterling á fjóra milljarða króna, kaupir FL Group flugfélagið á 15 milljarða. Fons fær 11 milljarða í peningum, en afganginn í hlutabréfum í FL Group. Almenningshlutafélagið FL Group keypti því Sterling á 11 milljörðum hærra verði en Fons greiddi fyrir félagið nokkrum mánuðum fyrr.

Hélt taprekstur Sterling áfram árið 2006, en í desember það ár selur FL Group flugfélagið til nýstofnaðs félags, Northern Travel Holding, fyrir 20 milljarða króna. NTH greiddi sex milljarða króna í reiðufé fyrir félagið, en seljandinn, FL Group, lánaði kaupandanum, NTH, 14 milljarða króna fyrir afganginum. Stærsti eigandi NTH var Fons, með um 43%, en FL Group átti sjálft 35%. Má því segja að FL Group hafi sjálft greitt 7 milljarða af 20 milljörðum til sjálfs sín fyrir Sterling.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK