„Ég get ekki tjáð mig um stöður einstakra fyrirtækja, en við höfum þessar tölur og fylgjumst með stöðu bankanna,“ sagði Svein Harald Øygard þegar hann var spurður hvort staða á IG-reikningum (gjaldeyrisreikningum) innlendra aðila hefðu neikvæð áhrif á gengi krónunnar.
„Við erum að fylgjast náið með IG-reikningunum,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, sagði að upphæðir á þessum reikningum væru ekki það háar að það vekti sérstaka athygli.
Vangaveltur hafa verið uppi um hvort innlendir aðilar séu ekki að leysa út stöður á IG-reikningunum.
Blaðamannafundur stendur nú yfir í Seðlabankanum þar sem peningastefnunefnd bankans er að fara yfir þá ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum.