Fylgjast náið með reikningum

Svein Harald Øygard seðlabankastjóri
Svein Harald Øygard seðlabankastjóri mbl.is/Kristinn

„Ég get ekki tjáð mig um stöður einstakra fyrirtækja, en við höfum þessar tölur og fylgjumst með stöðu bankanna,“ sagði Svein Harald Øygard þegar hann var spurður hvort staða á IG-reikningum (gjaldeyrisreikningum) innlendra aðila hefðu neikvæð áhrif á gengi krónunnar.  

„Við erum að fylgjast náið með IG-reikningunum,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans.

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, sagði að upphæðir á þessum reikningum væru ekki það háar að það vekti sérstaka athygli.

Vangaveltur hafa verið uppi um hvort innlendir aðilar séu ekki að leysa út stöður á IG-reikningunum.

Blaðamannafundur stendur nú yfir í Seðlabankanum þar sem peningastefnunefnd bankans er að fara yfir þá ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK