Katar-sjóður keypti

Mohamed Bin Khalifa Al-Thani
Mohamed Bin Khalifa Al-Thani

Upp­lýst var nú í vik­unni að fjár­fest­inga­sjóður stjórn­valda í Persa­flóa­rík­inu Kat­ar hefði keypt tvær sögu­leg­ar skipa­smíðastöðvar í Póllandi í síðasta mánuði. Leynd hafði hvílt yfir hver kaup­andi var frá því að greint var frá kaup­un­um, en ekki leng­ur.

Eins og þekkt er hef­ur fjár­fest­ing Sj­eiks Mohameds Bin Khalifa Al-Thani, bróður valda­mesta manns Kat­ar, í Kaupþingi hér á landi á síðasta ári verið tölu­vert til umræðunni að und­an­förnu. Hann hef­ur verið einn helsti stjórn­andi hins op­in­bera fjár­fest­inga­sjóðs Kat­ar á umliðnum árum.

Skipa­smíðastöðvar í borg­um Pól­lands við Eystra­saltið spiluðu stórt hlut­verk í frels­is­bar­áttu Sam­stöðu í Póllandi fyr­ir um tveim­ur ára­tug­um. Skipa­smíðastöðvarn­ar sem Kat­ar-sjóður­inn kaup­ir eru í borg­un­um Gdynia og Szczec­in. Kaup­verðið er um 82 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði tæp­lega 15 millj­arða ís­lenskra króna. Kaup­in verða frá­geng­in hinn 21. júlí næst­kom­andi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK