Upplýst var nú í vikunni að fjárfestingasjóður stjórnvalda í Persaflóaríkinu Katar hefði keypt tvær sögulegar skipasmíðastöðvar í Póllandi í síðasta mánuði. Leynd hafði hvílt yfir hver kaupandi var frá því að greint var frá kaupunum, en ekki lengur.
Eins og þekkt er hefur fjárfesting Sjeiks Mohameds Bin Khalifa Al-Thani, bróður valdamesta manns Katar, í Kaupþingi hér á landi á síðasta ári verið töluvert til umræðunni að undanförnu. Hann hefur verið einn helsti stjórnandi hins opinbera fjárfestingasjóðs Katar á umliðnum árum.
Skipasmíðastöðvar í borgum Póllands við Eystrasaltið spiluðu stórt hlutverk í frelsisbaráttu Samstöðu í Póllandi fyrir um tveimur áratugum. Skipasmíðastöðvarnar sem Katar-sjóðurinn kaupir eru í borgunum Gdynia og Szczecin. Kaupverðið er um 82 milljónir evra, jafnvirði tæplega 15 milljarða íslenskra króna. Kaupin verða frágengin hinn 21. júlí næstkomandi.