Svíar lækka vexti

Seðlabanki Svíþjóðar lækkaði í morg­un stýri­vexti sína úr 0,5% í 0,25%. Seg­ir bank­inn að vegna þess hve efna­hagsþró­un­in und­an­farið hafi verið óhag­stæð þurfi að létta tök­in í pen­inga­mála­stjórn­un. 

Al­mennt höfðu sér­fræðing­ar bú­ist við að stýri­vext­ir yrði óbreytt­ir. Bank­inn seg­ir í yf­ir­lýs­ingu, að bú­ast megi við að vext­irn­ir verði þetta lág­ir út árið en á sama tíma séu ýms­ar vís­bend­ing­ar um að hagsveifl­an sé að byrja að fara upp.

Pen­inga­stefnu­nefn Seðlabanka Íslands birt­ir á eft­ir ákvörðun um stýri­vexti bank­ans. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK