Svíar lækka vexti

Seðlabanki Svíþjóðar lækkaði í morgun stýrivexti sína úr 0,5% í 0,25%. Segir bankinn að vegna þess hve efnahagsþróunin undanfarið hafi verið óhagstæð þurfi að létta tökin í peningamálastjórnun. 

Almennt höfðu sérfræðingar búist við að stýrivextir yrði óbreyttir. Bankinn segir í yfirlýsingu, að búast megi við að vextirnir verði þetta lágir út árið en á sama tíma séu ýmsar vísbendingar um að hagsveiflan sé að byrja að fara upp.

Peningastefnunefn Seðlabanka Íslands birtir á eftir ákvörðun um stýrivexti bankans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK