Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, hefur verið ráðinn stjórnarformaður leikfangaverslunarinnar Hamleys. Þetta kemur fram í frétt Retail Week.
Guðjón Reynisson, forstjóri Hamleys, neitaði að tjá sig um málið við Retail Week, en í fréttinni er sagt, að það sé vel þekkt að þeir séu vinir.
Baugur, sem farið er í þrot, átti meirihlutann í Hamleys. Gamli Landsbankinn heldur nú um bréfin, segir í fréttinni.
Annar Íslendingur er í stjórninni, Pétur Halldórsson, sem áður starfaði fyrir Fons, sem einnig er farið í þrot. Fons átti 35% hlut í leikfangaverslunarkeðjunni.
Talið er að gamli Kaupþing haldi nú um þau bréf, að því er fram kemur í fréttinni.