Batnandi efnahagsástand í Indónesíu veldur því að það þykir nú öruggara að fjárfesta þar heldur en á Íslandi ef marka má skuldatryggingaálag ríkjanna tveggja samkvæmt upplýsingum í nýrri skýrslu Credit Market Analysis. Ísland er eitt þeirra fimm ríkja sem líklegust til þess að fara í þrot.
Vegna batnandi stöðu Indónesíu er ríkið ekki lengur meðal þeirra tíu ríkja sem þykja með verstu stöðuna hvað varðar fjárfestingar vegna hárrar skuldastöðu þeirra. Hið sama er hins vegar ekki að segja af Íslandi sem er á listanum ásamt ríkjum eins og Argentínu og Úkraínu, Venesúela, Litháen, Rúmeníu, Lettlandi og Búlgaríu, að því er segir í frétt á vef Bloomberg fréttastofunnar.
Skuldatryggingaálag er álag ofan á grunnvexti skuldabréfs sem mælir
hvað það kostar fjárfesta að kaupa vátryggingu gegn því að útgefandi
skuldabréfs geti staðið við skuldbindingar sínar.