Telja engar líkur á styrkingu krónunnar

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Forsvarsmenn Samtaka verslunar og þjónustu tekja engar líkur á því að gengi krónunnar styrkist á næstunni nema gripið verði il einhverra þeirra aðgerða af hálfu stjórnvalda sem hafa breytingu á núverandi stefnu í gengis- og peningamálum í för með sér. Þetta kemur fram í fréttapósti SVÞ.

„Við bankahrunið sl. haust og þá veikingu krónunnar sem fylgdi í kjölfarið ólu margir félagsmenn SVÞ þá von í brjósti að um tímabundinn vanda væri að ræða og að gengi krónunnar myndi styrkjast að hálfu ári liðnu. Því miður hafa þær spár ekki gengið eftir og raunar hafa mál þróast til verri vegar frekar en hitt. Gengisvísitalan hefur verið nálægt 230 stigum um nokkra hríð," að því er segir í fréttapóstinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK