Vissi af vandamálum Innovate haustið 2007

Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélagsins, kynnti vandamál Innovate ekki fyrir …
Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélagsins, kynnti vandamál Innovate ekki fyrir stjórn Eimskipafélagsins, því Magnús Þorsteinsson, sem þá var stjórnarformaður skipafélagsins, var á fundinum, hvar upplýst var um þrönga stöðu Innovate. JIM Smart

Baldur Guðnason, fyrrverandi forstjóri Eimskipafélagsins, segist fyrst hafa fengið veður af vandamálum í rekstri Innovate, breskt dótturfélag sem var í eigu óskabarns þjóðarinnar, í október/nóvember 2007. Og vitað að endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefði verið að endurgera EBITDA tölur úr 15 milljónum evra í 6 milljónir evra. Niðurstaða þeirra vinnu leit dagsins ljós 14. febrúar.

Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, en Eimskip var í dag sýknað af kröfu Baldurs um greiðslu launa í tvö ár, allt til loka febrúar 2010. Byggir sýknan á því að Baldur hafi misnotað aðstöðu sína og því beri að ógilda starflokasamning við hann.

Í desember 2007 var haldinn fundur og erfið staða Innovate kom fyrst fram þar, að sögn Baldurs, en stjórnarfundir Innovate voru haldnir ársfjórðungslega.

Baldur kynnti málið ekki fyrir stjórn Eimskipafélagsins, því Magnús Þorsteinsson, sem þá var stjórnarformaður skipafélagsins, var á fundinum.

Skömmu seinna sagði Magnús sig úr stjórn Eimskipafélagsins. Þá var ekki búið að upplýsa um þrönga stöðu Innovate.

Sindri Sindrason, tók við sem stjórnarformaður skipafélagsins, segir, að því er fram kemur í úrskurðinum, að Innovate hafi verið kynnt fyrir stjórn Eimskipafélagsins sem fjárfesting sem menn montuðu sig af í tíma og ótíma. Rekstur Innovate var kynntur fyrir stjórn sem í rífandi formi. Hann hafi lítið vitað um Innovate desember 2007.

Eimskip afskrifaði 74 milljónir vegna Innovate 

Eimskipafélagið afskrifaði Innovate síðastliðið sumar og var bókfært virði 74 milljónir evra, enda reksturinn kominn í þrot, en það keypti Innovate á árunum 2006 og 2007. Breska félagið var sem sagt ekki langlíft eftir kaup íslenska félagsins á því.

Fjármálaeftirlitið lagði 20 milljón króna stjórnvaldssekt á Eimskipafélagið í lok árs 2008 fyrir að frestun birtingu innherja upplýsinga vegna fjárhagserfiðleika Innovate í fjóra mánuði.

Reyndu að selja Innovate til stjórnenda

Skoðum upplýsingar úr dómsúrskurðinum nánar:

Baldur og Stefán Magnússon, fjármálastjóri Eimskipafélagsins, funduðu með stjórnendum Innovate 18 febrúar 2008, og lögð var fram áætlun um að losna við Innovate, þar sem það var í raun komið á hausinn. Stjórnendur Innovate hafi ætlað að kaupa það. Af kaupunum varð ekki.

Mánuðina áður hafi áætlanir Innovate fyrir árið 2008 gert ráð fyrir að fyrirtækið skilaði 15 milljónum evra í EBITDA, og hafi þetta því komið á óvart.

Forsendur brostnar

Þegar þarna var komi hafi stjórn Eimskipafélagsins fundist ýmsar forsendur í ráðningarsamningum við Baldur, svo sem bónusgreiðslur sem tóku mið af EBITDA framgangi fyrirtækisins, ekki vera eðlilegar. Inn í það viktað að Innovate hafi verið farið fjandans til og talið hafi verið að menn hefðu mátt vita betur um ýmsa þessa hluti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK