Reyna undanskot undan hátekjuskatti

Frá Lundúnum
Frá Lundúnum HO

Fyrirtæki í fjármálahverfi Lundúnaborgar reyna nú að aðstoða starfsmenn sína við skattaundanskot en nýverið var ákveðið að leggja á nýjan hátekjuskatt í Bretlandi. Er talið að þetta þýði að fyrirtæki breyti launagreiðslum að einhverju leyti í það form að starfsmenn eignist hlut í fyrirtækjum og greiði starfsmenn þannig mun lægri tekjuskatt.

Á vef Times kemur fram að endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton hafi sent viðskiptavinum sínum upplýsingar um hvernig þau geti aðstoðað starfsmenn við að skjóta tekjum undan skatti með þessum hætti.

Síðar í vikunni er gert ráð fyrir því að fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, kynni til sögunnar frumvarp sem miði að því að draga úr háum bónusgreiðslum fjármálafyrirtækjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK