Hráolíuverð nálgast 64 dali

Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum í New York
Olíuviðskipti á NYMEX markaðnum í New York Reuters

Verð á hráolíu hefur lækkað mikið í dag líkt og í síðustu viku enda óttast fjárfestar að eftirspurn eftir hrávöru eigi ekki eftir að aukast á næstunni. Skipti engu að ný olíuleiðsla hafi verið tekin í notkun í Nígeríu og að Frakkar og Bretar hafi samþykkt að hvetja önnur G8 ríki til þess að styðja við áætlun um að koma ró á olíumarkaðinn.

Á Nymex markaðnum í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í ágúst um 2,68 dali tunnan og er lokaverðið 64,05 dalir í kvöld.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 1,56 dali tunnan og var lokaverð hennar 64,05 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK