Verð á hráolíu hefur lækkað mikið í dag líkt og í síðustu viku enda óttast fjárfestar að eftirspurn eftir hrávöru eigi ekki eftir að aukast á næstunni. Skipti engu að ný olíuleiðsla hafi verið tekin í notkun í Nígeríu og að Frakkar og Bretar hafi samþykkt að hvetja önnur G8 ríki til þess að styðja við áætlun um að koma ró á olíumarkaðinn.
Á Nymex markaðnum í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í ágúst um 2,68 dali tunnan og er lokaverðið 64,05 dalir í kvöld.
Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 1,56 dali tunnan og var lokaverð hennar 64,05 dalir tunnan.