Hráolían lækkar enn í verði

Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með …
Frá NYMEX markaðnum í New York þar sem viðskipti með hráolíu fara fram. AP

Verð á hráolíu hefur haldið áfram að lækka í nótt og í morgun á Asíumörkuðum. Helsta skýringin er sú að sífellt fleiri sérfræðingar telja að talsvert sé í land hvað varðar lok samdráttarskeiðsins. Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst lækkaði um 53 sent tunnan í rafrænum við skiptum á NYMEX markaðnum í New York í morgun og er 62,40 dalir tunnan.

Verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í ágúst lækkaði um 70 sent tunnan og er 62,53 dalir á markaði í Lundúnum.

Verð á hráolíu hefur lækkað um rúma 11 Bandaríkjadali í New York og Brent olían um rúma tíu dali frá því 30. júní. Þann dag fór hráolíutunnan yfir 73 dali og hefur ekki verið hærri það sem af er ári. Telja sérfræðingar líklegt að heimsmarkaðsverð á olíu fari niður fyrir sextíu dali tunnan á næstunni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK