Samdrætti í efnahagslífinu er lokið í Danmörku og má vænta hægs vaxtar það sem eftir er ársins, að mati Danske Bank. Atvinnuleysi mun þó áfram aukast og nokkuð þar til jafnvægi kemst á verð húsnæðis, að mati bankans og danska útvarpið greinir frá.
Aðalhagfræðingur bankans, Steen Bocian, segir að greina megi bata í helstu hagtölum, eftir að þær hafi verið nokkurn veginn í fríu falli. Hann segir ekki vitað með vissu hvenær kreppunni ljúki, en bankinn telji að efnahagslegu niðursveiflunni hafi lokið með öðrum ársfjórðungi ársins.
Kreppunni er þó ekki lokið og mun hennar líklega gæta lengi enn, að mati aðalhagfræðingsins.
Danske Bank spáir 0,8% hagvexti í landinu á næst ári. Þrátt fyrir að samdrætti sé lokið og farið að gæta vaxtar er ekki þar með sagt að ný störf verði til. Því má vænta aukins atvinnuleysis og lækkunar fasteignaverðs, að mati Cocia.