Samdrætti lokið að mati Danske Bank

Danske bank
Danske bank Danske bank

Sam­drætti í efna­hags­líf­inu er lokið í Dan­mörku og má vænta hægs vaxt­ar það sem eft­ir er árs­ins, að mati Danske Bank. At­vinnu­leysi mun þó áfram aukast og nokkuð þar til jafn­vægi kemst á verð hús­næðis, að mati bank­ans og danska út­varpið grein­ir frá.

Aðal­hag­fræðing­ur bank­ans, Steen Bocian, seg­ir að greina megi bata í helstu hag­töl­um, eft­ir að þær hafi verið nokk­urn veg­inn í fríu falli. Hann seg­ir ekki vitað með vissu hvenær krepp­unni ljúki, en bank­inn telji að efna­hags­legu niður­sveifl­unni hafi lokið með öðrum árs­fjórðungi árs­ins.

Krepp­unni er þó ekki lokið og mun henn­ar lík­lega gæta lengi enn, að mati aðal­hag­fræðings­ins.

Danske Bank spá­ir 0,8% hag­vexti í land­inu á næst ári. Þrátt fyr­ir að sam­drætti sé lokið og farið að gæta vaxt­ar er ekki þar með sagt að ný störf verði til. Því má vænta auk­ins at­vinnu­leys­is og lækk­un­ar fast­eigna­verðs, að mati Cocia.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK