Áfram verðhjöðnun í Svíþjóð

Verð á grænmeti hefur lækkað í Svíþjóð
Verð á grænmeti hefur lækkað í Svíþjóð Reuters

Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili dróst saman um 0,6% í júní en hún lækkaði um 0,4% í maí. Það ríkir því verðhjöðnun í Svíþjóð en í september mældist verðbólgan 4,4% mælt á tólf mánaða tímabili. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Svíþjóðar er 2%. Stýrivextir í Svíþjóð voru nýverið lækkaðir og nálgast hratt 0% en þeir eru 0,25.

Samkvæmt frétt frá Hagstofu Svíþjóðar er það verðlækkun á grænmeti og fatnaði sem helst skýrir verðhjöðnunina nú. Hins vegar hækkaði vísitala neysluverðs á milli mánaða um 0,2%, það er á milli maí og júní.  

Verðhjöðnun getur hamlað hagvexti vegna þess að hún dregur úr hagnaði fyrirtækja og fjárfestingum. Einnig leiðir hún til þess, að neytendur reyna að fresta kaupum á neysluvörum í von um að verð lækki enn frekar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK