Áfram verðhjöðnun í Svíþjóð

Verð á grænmeti hefur lækkað í Svíþjóð
Verð á grænmeti hefur lækkað í Svíþjóð Reuters

Verðbólga mæld á tólf mánaða tíma­bili dróst sam­an um 0,6% í júní en hún lækkaði um 0,4% í maí. Það rík­ir því verðhjöðnun í Svíþjóð en í sept­em­ber mæld­ist verðbólg­an 4,4% mælt á tólf mánaða tíma­bili. Verðbólgu­mark­mið Seðlabanka Svíþjóðar er 2%. Stýri­vext­ir í Svíþjóð voru ný­verið lækkaðir og nálg­ast hratt 0% en þeir eru 0,25.

Sam­kvæmt frétt frá Hag­stofu Svíþjóðar er það verðlækk­un á græn­meti og fatnaði sem helst skýr­ir verðhjöðnun­ina nú. Hins veg­ar hækkaði vísi­tala neyslu­verðs á milli mánaða um 0,2%, það er á milli maí og júní.  

Verðhjöðnun get­ur hamlað hag­vexti vegna þess að hún dreg­ur úr hagnaði fyr­ir­tækja og fjár­fest­ing­um. Einnig leiðir hún til þess, að neyt­end­ur reyna að fresta kaup­um á neyslu­vör­um í von um að verð lækki enn frek­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK