Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili dróst saman um 0,6% í júní en hún lækkaði um 0,4% í maí. Það ríkir því verðhjöðnun í Svíþjóð en í september mældist verðbólgan 4,4% mælt á tólf mánaða tímabili. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Svíþjóðar er 2%. Stýrivextir í Svíþjóð voru nýverið lækkaðir og nálgast hratt 0% en þeir eru 0,25.
Samkvæmt frétt frá Hagstofu Svíþjóðar er það verðlækkun á grænmeti og fatnaði sem helst skýrir verðhjöðnunina nú. Hins vegar hækkaði vísitala neysluverðs á milli mánaða um 0,2%, það er á milli maí og júní.
Verðhjöðnun getur hamlað hagvexti vegna þess að hún dregur úr hagnaði
fyrirtækja og fjárfestingum. Einnig leiðir hún til þess, að neytendur
reyna að fresta kaupum á neysluvörum í von um að verð lækki enn frekar.