Alcoa tapar 454 milljónum dala

Alan Belda, forstjóri Alcoa.
Alan Belda, forstjóri Alcoa. AP

Tap bandaríska álfélagsins Alcoa nam 454 milljónum Bandaríkjadala, 59 milljörðum íslenskra króna miðað við gengið í dag, á öðrum ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 546 milljónum dala. Er þetta þriðji ársfjórðungurinn í röð sem Alcoa er rekið með tapi. Alcoa á og rekur Fjarðaál á Íslandi.

Alcoa er fyrsta félagið í Dow Jones hlutabréfavísitölunni á Wall Street til þess að birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Uppgjörið var birt eftir lokun í gærkvöldi, samkvæmt frétt CNN.

Uppgjör Alcoa 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK