Grindavík vill fé sitt úr SpKef

Grindavíkurbær vill taka út þær innstæður sem hann á í Sparisjóði Keflavíkur (SpKef), en þær nema rúmum þremur milljörðum króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Grindavík lagði féð, sem er söluvirði þess hlutar sem bærinn seldi í Hitaveitu Suðurnesja fyrir tveimur árum, inn í SpKef síðastliðið haust, en sjóðurinn stóð þá afar illa í kjölfar hruns íslenska bankakerfisins. Nú vilja Grindvíkingar færa féð en heimildir Morgunblaðsins herma að enn hafi ekki verið orðið við þeirri umleitan.

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri Grindavíkur, vill ekki tjá sig efnislega um málið. „Það er ekkert launungarmál að við erum með háa innstæðu í SpKef, en ég vil ekki tjá mig frekar um það mál, enda höfum við ekki verið að tjá okkur opinberlega um vörslu fjármuna okkar.“

SpKef hefur verið í fjárhagslegri endurskipulagningu undanfarna mánuði og átt í viðræðum við lánardrottna sína. Þeirra á meðal eru þýskir bankar. Heimildir Morgunblaðsins herma að endurskipulagningin hafi gert ráð fyrir að kröfum lánadrottna yrði breytt í stofnfé, víkjandi lán og langtímalán til sparisjóðsins. Þýsku bankarnir hafi hins vegar ekki verið hrifnir af þessum tillögum, en séu þó enn ekki búnir að slá þær út af borðinu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK