MP hefur brugðist við athugasemdum frá Litháen

Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka.
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka. Kristinn Ingvarsson

MP banki legg­ur áherslu á í yf­ir­lýs­ingu til mbl.is að öll starf­semi bank­ans og úti­búa full­nægi öll­um kröf­um laga og reglna. Mbl.is sagði frá því fyrr í dag að Fjár­mála­eft­ir­litið í Lit­há­en hafi vísað máli MP banka til ís­lenska Fjár­mála­eft­ir­lit­ins.

„Á fyrri hluta árs­ins gerði Fjár­mála­eft­ir­litið í Lit­há­en ít­ar­lega út­tekt á úti­búi bank­ans í Lit­há­en. Á meðal niðurstaða út­tekt­ar­inn­ar voru tvær at­huga­semd­ir. Ann­ars veg­ar að eitt ákvæði í viðskipta­skil­mál­um úti­bús­ins  sem varðar sönn­un­ar­byrði á pönt­un­um, kunni að vera í and­stöðu við lit­háísk lög,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu MP Banka.

„Hins veg­ar að bank­inn hafi ekki full­nægt öll­um þeim kröf­um sem gerðar eru til vörslu gagna, t.d. voru ein­staka viðskipta­beiðnir sem bár­ust í síma ekki áritaðar um að þær hafi borist í síma.   Brugðist hef­ur verið við at­huga­semd­um eft­ir­lits­ins í Lit­há­en. 

At­huga­semd­ir Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í Lit­há­en eru sjálf­krafa send­ar til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á Íslandi sem ann­ast eft­ir­lit með MP Banka.  MP Banki tel­ur sig standa mjög vel að rekstri úti­bús­ins í Lit­há­en og mun að sjálf­sögðu breyta skil­mál­um sín­um og starfs­regl­um til sam­ræm­is við þarlend lög, eft­ir því sem við á.
 
Það er ekki rétt sem fram kem­ur í frétt mbl.is að að MP Banki hafi brotið lið í al­menn­um samn­ingi um fjár­mála­starf­semi í land­inu. Ekk­ert slíkt kem­ur fram í til­kynn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í Lit­há­en. Virðist sá þátt­ur til­kynn­ing­ar­inn­ar um að ákvæði í viðskipta­samn­ing­um MP Banka kunni að brjóta í bága við lit­há­ensk lög hafi verið mis­skil­in.  MP Banki legg­ur áherslu á að öll starf­semi bank­ans og úti­búa full­nægi öll­um kröf­um laga og reglna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka