Vísar MP Banka til Fjármálaeftirlitsins

Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka.
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka. Kristinn Ingvarsson

Fjármálaeftirlitið í Litháen hefur beint máli MP Banka þar í landi til Fjármálaeftirlitsins á Íslandi, segir í tilkynningu frá eftirlitinu í Litháen.

Fjármálaeftirlitið í Litháen hóf rannsókn eftir kvörtun frá viðskiptavinum um þá fjármálaþjónustu sem þeim var veitt.

Rannsóknin leiddi í ljós að stafrænar gagnageymslur fyrirtækisins stóðust ekki kröfur samkvæmt lögum og að útibúið sendi ekki strax til Fjármálaeftirlitsins gögn um viðskipti viðskiptavina sinna, líkt og lög kveða á um í Litháen, segir í tilkynningunni.

Einnig leiddi rannsóknin í ljós að MP Banki hafi brotið lið í almennum samningi sem gengist er undir til þess að starfa í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK