Afkoma DnB NOR undir væntingum

Hagnaður stærsta banka Noregs, DnB NOR, dróst saman um 63% á öðrum ársfjórðungi en það skýrist einkum af efnahagskreppunni í Eystrasaltsríkjunum. 

Hagnaður DnB NOR nam 1,2 milljörðum norskra króna, 23,8 milljörðum íslenskra króna en spá sérfræðinga hljóðaði upp á 1,6 milljarða króna hagnað.  Á sama tímabili í fyrra, apríl-júní, nam hagnaður bankans 3,3 milljörðum króna.

Bankinn á útistandandi lán í Eystrasaltsríkjunum þremur: Litháen, Lettlandi og Eistlandi, metin á 54,6 milljarða norskra króna, 1.084 milljarða íslenskra króna, í gegnum dótturfélag sitt DnB Nord.

Í afkomutilkynningu kemur fram að lykilskýringin á minni hagnaði í ár megi rekja til afskrifta í Eystrasaltsríkjunum. Hefur DnB NOR fært virði lána í ríkjunum þremur um 1,34 milljarða norskra króna. Vonast stjórnendur bankans til þess að það versta sé yfirstaðið í rekstri bankans.

Hlutabréf DnB NOR hafa lækkað um rúm 4% það sem af er degi í Kauphöllinni í Ósló.

Nánar um uppgjör DnB NOR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka