Fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, vill aldrei aftur upplifa Icesave á ný og segir það svekkjandi að þurfa að treysta á íslenska eftirlitsaðila. Hann er gagnrýninn á laga- og reglugerðaumhverfi í fjármálaþjónustu í Evrópu í viðtali við NRC Handelsblad.
Bos segir að bankastarfsemi verði aldrei söm á ný eftir þá miklu kreppu sem fjármálalífið hefur gengið í gegnum undanfarna mánuði.