Banque Havilland S.A. hefur nú tekið við starfsemi Kaupþings í Lúxemborg. Formaður stjórnar og stjórnendur bankans hafa tilkynnt að endurskipulagningu Kaupthing Bank Luxembourg S.A. sé nú lokið og að Banque Havilland S.A. hefur hafið starfsemi frá og með 13.júlí 2009.
Banque Havilland mun bjóða hefðbundna bankastarfsemi á sviði eignastýringar og einkabankaþjónustu til viðskiptavina. Starfssvæði bankans er Evrópa, Mið Austurlönd og Asía.
Banque Havilland er í eigu Rowland fjölskyldunnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Rowland fjölskyldan hefur verið viðloðandi fjárfestingar og fjármálaumsýslu í um 45 ár og m.a. sinnt fjárfestingarráðgjöf í gegnum fyrirtæki sitt Blackfish Group. Með þessum viðskiptum tekur fjölskyldan markvisst skref í uppbyggingu Blackfish Group sem þegar hefur víðtæka reynslu á þessu sviði fjármálaumsýslu.
Ennfremur segir:
„Með því að kaupa Kaupthing Bank Luxembourg S.A, banka með reynslumikla stjórnendur og vel þróað viðskiptamódel sem og fjölhæft starfsfólk með reynslu í einkabankaþjónustu og eignastýringu, gefur fjölskyldunni tækifæri á að nýta betur þau viðskiptatækifæri sem eru til staðar í breyttu umhverfi og að framfylgja viðskiptastefnu fjölskyldunnar.“