Bandarískir vogunarsjóðir meðal stærstu eigenda Kaupþings?

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Golli

Flest bend­ir til þess að banda­rísk­ir vog­un­ar- og trygg­ing­ar­sjóðir verði stærstu eig­end­ur Kaupþings þegar efna­hags­reikn­ing­ar rík­is­bank­anna liggja fyr­ir í viku­lok. Þetta kom fram í frétt­um Stöðvar 2. Viðræðurn­ar munu vera á viðkvæmu stigi.

Frest­ur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til að skila efna­hags­reikn­ing­un­um renn­ur út á föstu­dag, 17.júlí. Þá á einnig að vera komið í ljós hvernig bank­arn­ir verði fjár­magnaðir og með hvaða hætti kröfu­haf­ar koma að þeim.

Kröfu­hafa­hóp­ur­inn sam­an­stend­ur af skulda­bréfa­eig­end­um en hóp­ur­inn hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um frá síðasta hausti. Nú eru banda­rísk­ir vog­un­ar- og trygg­ing­ar­sjóðir fyr­ir­ferðamest­ir í hópi kröfu­hafa, í stað evr­ópskra banka, sér í lagi þýskra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK