Flest bendir til þess að bandarískir vogunar- og tryggingarsjóðir verði stærstu eigendur Kaupþings þegar efnahagsreikningar ríkisbankanna liggja fyrir í vikulok. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Viðræðurnar munu vera á viðkvæmu stigi.
Frestur Fjármálaeftirlitsins til að skila efnahagsreikningunum rennur út á föstudag, 17.júlí. Þá á einnig að vera komið í ljós hvernig bankarnir verði fjármagnaðir og með hvaða hætti kröfuhafar koma að þeim.
Kröfuhafahópurinn samanstendur
af skuldabréfaeigendum en hópurinn hefur tekið miklum breytingum frá
síðasta hausti. Nú eru bandarískir vogunar-
og tryggingarsjóðir fyrirferðamestir í hópi kröfuhafa, í stað evrópskra banka, sér í lagi þýskra.