Rússalán í höfn

Rússar veita Íslendingum lán
Rússar veita Íslendingum lán Mynd af vefnum BarentsObserver

Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Íslendingum lán upp á 500 milljónir Bandaríkjadala, 64 milljarða íslenskra króna. Aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands, Dmitry Pankin, staðfestir þetta við rússneska dagblaðið Vedomosti. Skilyrði lánsins liggja ekki endanlega fyrir en Vedomosti hefur eftir talsmanni íslenskra stjórnvalda að samningaviðræður séu enn í gangi.

Samkvæmt frétt Barents Observer leituðu Íslendingar fljótlega eftir bankahrunið til rússneskra stjórnvalda eftir aðstoð. Viðræður um lán hafa verið í gangi í langan tíma en samkvæmt Barents Observer sagði Kudrin, fjármálaráðherra  Rússlands, að upphafleg beiðni Íslendinga, um 4 milljarða dala lán, sé of stór biti fyrir Rússland.

Barents Observer tekur fram að Rússar eigi í mjög litlum viðskiptum við Ísland en landfræðilega sé Ísland mjög áhugaverður félagi Rússa. Hins vegar sé uppi orðrómur um miklar fjárfestingar rússneskra fyrirtækja á Íslandi.

Fjallar blaðið jafnframt um upphlaupið sem varð þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði að til greina kæmi að bjóða Rússum upp á að taka yfir Keflavíkurflug og að Ísland þyrfti á „nýjum" vinum að halda.

Frétt Barents Observer í heild

Frétt á vef Vedomosti


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka