Sjóvá tapaði 30 milljörðum króna

Höfuðstöðvar Sjóvár.
Höfuðstöðvar Sjóvár. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Heildartap Sjóvár á síðasta ári nam rúmum 30 milljörðum króna, en þar af er innleyst tap af fjárfestingarstarfsemi félagsins rúmir 14 milljarðar. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá skilanefnd Glitnis, sem tók yfir stjórn Sjóvar í mars sl. Segir þar að hluta af fjárfestingatapinu megi rekja til niðurfærslu og matsbreytinga vegna fasteignaverkefna félagsins.

Hækkuðu vaxtagjöld ársins töluvert frá fyrra á ári og má rekja þá breytingu til  neikvæðrar þróun á gengi og vöxtum á árinu og námu vaxtagjöldin á tímabilinu um 6.171 milljónum króna.

Heildareignir samstæðunnar  samkvæmt efnahagsreikningi námu 97,5 milljörðum króna, þar af nam bókfært verð fjárfestingaverkefna 75 milljörðum. Heildarskuldir samstæðunnar  námu 112,8 milljörðum og þar af er vátryggingaskuld samstæðunnar 23,6 milljarðar. Var því bókfært virði eigin fjár samstæðunnar  neikvætt um 15,3 milljarða í árslok 2008. Auk þeirrar alvarlegu fjárhagsstöðu samstæðunnar  sem fram kemur í efnahagsreikningi þess hafði móðurfélagið gengist í fjárhagslega ábyrgð vegna erlends fjárfestingarverkefnis að jafnvirði 8,5 milljarða, sem koma áttu til greiðslu nú í haust.

Iðgjöld jukust og tjónakostnaður sömuleiðis

„Þrátt fyrir þetta var afkoma af vátryggingarstarfsemi Sjóvár góð á árinu og var samsett hlutfall samstæðunnar 100% samanborið við 104%  árið 2007 , 114 % árið 2006 og 122% árið 2005.  En hlutfallið er reiknað sem hlutfall af iðgjöldum ársins á móti tjónum ársins, rekstarkostnaði og endurtrygginga-kostnaði.   Sjóvá hefur á undanförum árum verið að taka til í rekstri félagsins sem mun nýtast félaginu vel nú á erfiðum tímum og til áframhaldandi uppbyggingar félagsins,“ segir í tilkynningunni.

Iðgjöld ársins hjá samstæðunni  jukust um rúm 5% á milli ára  og voru iðgjaldatekjur um 11,2 milljarðar króna.  Þá telur skilanefnd Glitnis að staða félagsins sé góð bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði. Fjöldi tjóna jókst ekki á milli ára en tjónakostnaður jókst um 5% á milli ára og nam hann um 8,7 milljörðum á árinu 2008.  Má einnig rekja þessa hækkun til verðlagshækkana á síðara hluta ársins 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka