Góð vika að baki á Wall Street

Reuters

Vikan sem er að líða hefur verið góð á bandarískum fjármálamarkaði og hefur Dow Jones vísitalan hækkað á Wall Street fimm daga í röð. Skýrist þetta einkum af góðum uppgjörum stór fyrirtækja á öðrum ársfjórðungi. Í dag hækkaði vísitalan um 0,37% og er lokagildi hennar 8.743,79 stig.

Nasdaq hækkaði um 0,08% en Standard & Poor's 500 vísitalan lækkaði um 0,04%.

Hlutabréf deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar lækkuðu um 1,92% og er lokagildi þeirra 51 sent á hlut, lækkuðu um 1 sent frá því í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK