Neitar að hætta þrátt fyrir viðskipti við íslensku bankana

Reuters

Formaður héraðsstjórnar Norðaustur-Lincolnskíris í Bretlandi, Andrew De Freitas, neitar að láta af embætti þrátt fyrir að njóta ekki lengur stuðnings í embætti. Vantraustið má rekja til fjárfestinga héraðsins í íslensku bönkunum en Norðaustur-Lincolnskíri lagði 7 milljón pund inn á reikninga íslensku bankanna rétt áður en þeir hrundu í haust. BBC greinir frá þessu.

Í síðasta mánuði lögðu endurskoðendur héraðsins fram gagnrýni á héraðsstjórnina fyrir að hafa lagt fé inn á reikninga íslensku bankanna. Samþykkt var vantraust á formanninn, De Freitas, í gærkvöldi en hann neitar að hætta þar sem fjárfestingar héraðsins séu ekki á hans ábyrgð.

„Enginn leiðtogi héraðsstjórnar hefur látið af embætti vegna þess að það hefur verið viðtekin venja að framkvæmdastjórar fjármálasviðs hafa séð um fjárfestingar," segir De Freitas í samtali við BBC í dag.

Hann viðurkennir hins vegar að einhver hafi gert stór mistök með því að leggja fé inn á reikninga Landsbankans og Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, rétt fyrir hrunið í byrjun október á síðasta ári. 

Segir hann það mál sem tekið er á innan stjórnkerfis skírisins líkt og venjan sé.

Sjá nánar á vef BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK