Skilanefndir eignast tvo banka

Unnið er að endurskipulagningu bankanna, Glitnir heitir nú Íslandsbanki
Unnið er að endurskipulagningu bankanna, Glitnir heitir nú Íslandsbanki

Allt stefndi í að samkomulag myndi nást um að skilanefnd Glitnis eignist að minnsta kosti ráðandi hlut í Íslandsbanka og að skilanefnd Kaupþings eignist að minnsta kosti ráðandi hlut í Nýja Kaupþingi í gærkvöldi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Í drögum sem gengu milli viðræðuaðila í gærkvöldi kom þó fram að öðrum möguleikum í eignarhaldi yrði haldið opnum. Ef samkomulag næst um þessa leið er ljóst að fjárframlag ríkisins til endurfjármögnunar bankanna mun lækka til muna, en það hefur verið áætlað 280 milljarðar króna.

Ekki var talið að samkomulag myndi nást við erlenda kröfuhafa Landsbankans og að Nýi Landsbankinn yrði því mögulega stofnsettur einhliða af Fjármálaeftirlitinu (FME). Viðbúið er að kröfuhafar bankans muni í kjölfarið hefja málsóknir á hendur honum til að reyna að fá neyðarlögunum hnekkt. Helsta ástæða þess er sú að forgangskröfuhafar, þeir sem áttu fé á Icesave-reikningunum, fá allar endurheimtur af eignum hans. Aðrir kröfuhafar munu ekki fá neitt.

Til stóð að kynna opinberlega meginútlínur samkomulags um uppskiptingu bankanna þriggja í dag. Því var þó frestað á síðustu stundu, því seint í gærkvöldi var tilkynnt að af því yrði ekki fyrr en á mánudag. Þá mun taka nokkrar vikur að klára það með formlegum hætti. Samningafundir stóðu yfir fram eftir nóttu en viðræðuaðilar hafa fundað stíft hérlendis alla þessa viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK