Gott fólk er gjaldþrota

Auglýsingastofan Gott fólk, sem eitt sinn starfaði undir heitinu Gott Fólk McCann Erickson, er gjaldþrota og nema kröfur í þrotabú félagsins um 300 milljónum króna.

Tilkynnt var í apríl sl. að Auglýsingastofurnar Jónsson & Le'macks (J&L) og Gott fólk hefðu sameinast undir merkjum JLGF.

Af þessari sameiningu varð síðan ekki og réð J&L til sín sjö starfsmenn frá Góðu fólki, að sögn Ingvars Sverrissonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Góðs fólks. Að sögn Ingvars var tekin sú ákvörðun af eigendum að ekki væru forsendur fyrir sameiningu. Ingvar er sjálfur meðal þeirra sem voru ráðnir.

Fréttastofa RÚV hafði í gær eftir Magnúsi Guðlaugssyni, skiptastjóra þrotabúsins, að gjaldþrotið næmi um 300 milljónum króna og búið ætti aðeins fjórar milljónir upp í launakröfur sextán fyrrverandi starfsmanna sem næmu 50 milljónum króna. Ekki náðist í Magnús Guðlaugsson í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK