Sjö ný mál inn til sérstaks saksóknara

Sjö ný mál hafa komið inn á borð embættis sérstaks saksóknara síðustu vikuna. Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði sex málum þangað en eitt mál kom þangað eftir öðrum leiðum. Alls eru nú 33 mál í rannsókn hjá embættinu en hjá því starfa fjórtán manns.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, vildi ekkert láta uppi um hvaða mál væri að ræða. Ríkisstjórnin ákvað í gærmorgun að leggja 100 milljónir króna aukalega til embættisins vegna kostnaðar við vinnu erlendra sérfræðinga sem ráðnir hafa verið til aðstoðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka