Endurfjármögnun bankanna kynnt á morgun

Búið er að ganga frá samkomulagi við kröfuhafa Kaupþings og …
Búið er að ganga frá samkomulagi við kröfuhafa Kaupþings og Glitnis.

Íslenska ríkið mun í næsta mánuði gefa út skuldabréf upp á 270 milljarða króna sem renna til bankanna þriggja, Íslandsbanka, Nýja Kaupþings og Nýja Landsbankans. Þetta þýðir að eignfjárhlutfall þeirra, Tier 1,  verður um 12%. Sem er í takt við alþjóðleg viðmið. Á morgun kynna stjórnvöld endurfjármögnun bankanna upp á 1,5 milljarð evra, að því er segir í frétt á vef Financial Times.

Verður kröfuhöfum boðið að hlutur í tveimur bankanna, Íslandsbanka og Kaupþingi, en samkomulag þar að lútandi náðist á föstudag, samkvæmt frétt FT.

Þar kemur fram að viðræður við kröfuhafa hafi staðið yfir í viku og verið erfiðar, samkvæmt heimildum FT. Hefur blaðið eftir íslenskum embættismanni að mikilvægt hafi verið að ná samkomulagi við kröfuhafa í stað þess að lenda í málarekstri.

Ekki hefur verið gengið frá málum Landbanka, meðal annars vegna Icesave-samninga við bresk og hollensk stjórnvöld. Búist er við því að endurfjármögnun Landsbankans ljúki fyrir júlílok.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK