Íslenska ríkið mun í næsta mánuði gefa út skuldabréf upp á 270 milljarða króna sem renna til bankanna þriggja, Íslandsbanka, Nýja Kaupþings og Nýja Landsbankans. Þetta þýðir að eignfjárhlutfall þeirra, Tier 1, verður um 12%. Sem er í takt við alþjóðleg viðmið. Á morgun kynna stjórnvöld endurfjármögnun bankanna upp á 1,5 milljarð evra, að því er segir í frétt á vef Financial Times.
Verður kröfuhöfum boðið að hlutur í tveimur bankanna, Íslandsbanka og Kaupþingi, en samkomulag þar að lútandi náðist á föstudag, samkvæmt frétt FT.
Þar kemur fram að viðræður við kröfuhafa hafi staðið yfir í viku og verið erfiðar, samkvæmt heimildum FT. Hefur blaðið eftir íslenskum embættismanni að mikilvægt hafi verið að ná samkomulagi við kröfuhafa í stað þess að lenda í málarekstri.
Ekki hefur verið gengið frá málum Landbanka, meðal annars vegna Icesave-samninga við bresk og hollensk stjórnvöld. Búist er við því að endurfjármögnun Landsbankans ljúki fyrir júlílok.