271 milljarður í bankana

Frá blaðamannfundinum í Þjóðmenningarhúsinu
Frá blaðamannfundinum í Þjóðmenningarhúsinu mbl.is/Eggert

„Með þessu sam­komu­lagi er lagður grund­völl­ur að sátt við kröfu­haf­ana. Við erum að lág­marka mjög kostnað rík­is­ins og skatt­greiðenda vegna falls bank­anna,“ seg­ir Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra um sam­komu­lag stjórn­valda við skila­nefnd­ir bank­anna, en blaðamanna­fund­ur stend­ur nú yfir í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu þar sem sam­komu­lagið er kynnt. 

Sam­komu­lagið fel­ur í sér að er­lend­ir kröfu­haf­ar verða eig­end­ur að Íslands­banka og Kaupþingi en ríkið mun áfram halda utan um Lands­bank­ann. 

Ríkið mun setja 271 millj­arð króna inn í bank­ana hinn 14. ág­úst næst­kom­andi. Sam­komu­lag við kröfu­haf­ana er háð sam­komu­lagi FME og áreiðan­leika­könn­un nýrra eig­enda. 

Lands­bank­inn

Upp­gjörið milli gamla og nýja bank­ans verður klárt 14. ág­úst. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, seg­ir að ríkið muni leggja bank­an­um til 140 millj­arða. Stærstu kröfu­haf­ar bank­ans eru inn­láns­kröf­ur sem liggja hjá stjórn­völd­um þriggja landa.

Glitn­ir/Í​slands­banki

Glitni gefst kost­ur á að eign­ast allt hluta­fé í Íslands­banka. Áður mun ríkið þó leggja bank­an­um til 60 millj­arða króna hluta­fé sem Glitn­ir mun síðan kaupa af rík­inu ef fé­lagið ef ákveður að eign­ast hlut­ina í Íslands­banka.

Kaupþing

Í nýja Kaupþingi mun gamla Kaupþingi gef­ast kost­ur á að eign­ast tæp­lega 90% hlut í bank­an­um á móti rík­is­sjóði. Áður mun þó ríkið leggja fé­lag­inu til 70 millj­arða króna í hluta­fé.

Stein­grím­ur J. seg­ir að er­lend­ir vog­un­ar­sjóðir séu ekki stærstu kröfu­haf­ar föllnu bank­anna, ólíkt því sem áður hefði komið fram. Þetta séu aðallega stór­ir er­lend­ir bank­ar.

Stein­grím­ur seg­ir að þetta tak­markaði áhættu rík­is­ins. Ríkið stæði ekki leng­ur á bak við banka­kerfið sem eig­andi. Viðbrögðin væru al­mennt góð. „Það má strax sjá af alþjóðlegri um­fjöll­un um þetta. Stærstu fjöl­miðlar og er­lend­ar frétta­veit­ur hafa fjallað um þetta með mjög já­kvæðum hætti," seg­ir Stein­grím­ur. 

Þor­steinn Þor­steins­son, sem hef­ur stýrt viðræðum við er­lendu kröfu­haf­anna, sagði að gömlu bank­arn­ir myndu smám sam­an þró­ast í ein­hvers kon­ar eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki og halda utan um eign­ar­hlut­ina um nokk­urra ára skeið. 

All­ir helstu fjöl­miðlar í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um hafa í gær­kvöldi og í dag fjallað um sam­komu­lagið við skila­nefnd­ir bank­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK