Glitnir eignast Íslandsbanka

Sam­komu­lag hef­ur náðst um að Glitn­ir eign­ist Íslands­banka og með þessu gæti Íslands­banki kom­ist  í eigu er­lendra aðila inn­an tíðar. Sam­kvæmt sam­komu­lagi rík­is­ins og kröfu­hafa mun ríkið leggja bank­an­um fyrst til nýtt eigið fé sem kröfu­höf­um gefst kost­ur á að eign­ast fyr­ir 30. sept­em­ber nk. að upp­fyllt­um ákveðnum skil­yrðum. Ríkið mun jafn­framt leggja bank­an­um til fé í formi vík­andi láns sem styrk­ir eig­in­fjár- og lausa­fjár­stöðu bank­ans. Hef­ur ríkið skuld­bundið sig til að veita bank­an­um 25 millj­arða í lausa­fé.
 
Í til­kynn­ingu frá Íslands­banka kem­ur fram að mik­il vinna hef­ur farið fram af hálfu starfs­manna Íslands­banka og skila­nefnd­ar Glitn­is á und­an­förn­um mánuðum í tengsl­um við samn­ingaviðræðurn­ar. 

„Með er­lendu eign­ar­haldi mun Íslands­banki aft­ur verða bein­tengd­ur alþjóðlegu fjár­mála­kerfi en meðal kröfu­hafa Glitn­is eru marg­ar af öfl­ug­ustu fjár­mála­stofn­un­um í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu. Aðkoma er­lendra kröfu­hafa mun stuðla að bætt­um aðgangi bank­ans að alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum sem mun gera bank­an­um bet­ur kleift að þjóna viðskipta­vin­um sín­um enn bet­ur í framtíðinni. Þetta er einnig mik­il­væg­ur þátt­ur fyr­ir framtíðar­upp­bygg­ingu ís­lensks at­vinnu­lífs og fjár­mála­kerf­is," sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Íslands­banka.

Starfs­mönn­um hef­ur fækkað um 400

Mik­il hagræðing hef­ur átt sér stað á bank­an­um og for­vera hans frá því í byrj­un árs 2008 og hef­ur starfs­mönn­um bank­ans á Íslandi fækkað úr um 1300 í tæp­lega 900. Hjá bank­an­um starfa nú jafn­marg­ir starfs­menn og árið 2003 en efna­hags­reikn­ing­ur bank­ans er í dag þriðjungi stærri en hann var þá,  seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Ligg­ur ljóst fyr­ir í lok sept­em­ber

Árni Tóm­as­son formaður skila­nefnd­ar Glitn­is, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu: „Við í skila­nefnd Glitn­is erum ánægð með að hafa náð samn­ing­um við rík­is­valdið sem við telj­um að tryggi kröfu­höf­um í senn há­marks­rétt­indi og val­kosti sem þeir geta tekið af­stöðu til að lok­inni áreiðan­leika­könn­un sem fram fer á næstu vik­um.“
 
„Með samn­ingn­um hef­ur skila­nefnd Glitn­is, fyr­ir hönd kröfu­hafa, öðlast rétt til að eign­ast Íslands­banka að öllu leyti án þess að leggja til frek­ari fjár­muni og ríkið hef­ur enn­frem­ur skuld­bundið sig til að veita bank­an­um 25 millj­arða lausa­fjárstuðning. Með þessu telj­um við að bank­inn sé að fullu fjár­magnaður og að lausa­fé hans sé tryggt um fyr­ir­sjá­an­lega framtíð.“
 
„Verði það niðurstaða kröfu­hafa eft­ir að áreiðan­leika­könn­un hef­ur farið fram, að í stað þess að eign­ast Íslands­banka að fullu strax,  þá telji þeir sig bet­ur setta að eign­ast skulda­bréf og kauprétt að allt að 90% af hluta­fé bank­ans á næstu fimm árum, þá er sá val­kost­ur einnig fyr­ir hendi. Tek­in verður ákvörðun um þetta með hag lána­drottna að leiðarljósi fyr­ir 30. sept­em­ber næst kom­andi.“
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK