Staða Coca-Cola styrkist á nýmörkuðum

JOHN GRESS

Hagnaður bandaríska gosdrykkjaframleiðandans Coca-Cola nam 2,04 milljörðum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi sem er 43% aukning frá sama tímabili í fyrra. Er þetta betri afkoma heldur en sérfræðingar höfðu spáð og er það einkum aukin sala í nýmarkaðslöndum eins og Kína og Indlandi sem hefur áhrif til hækkunar. Jafnframt skiptir miklu að ekki er um að ræða færslur sem koma til greiðslu í eitt skipti. 

Sölutekjur í fjórðungnum drógust saman um 9% og námu 8,26 milljörðum dala. Hins vegar jókst það magn sem selt var um 4% frá sama tímabili í fyrra. 

Samkvæmt upplýsingum frá Coca-Cola er söluaukningin 33% á Indlandi og 14% í Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK