Telja að ljúka verði Icesave

Frá Alþingi
Frá Alþingi Ómar Óskarsson

Ísland, sem hefur kynnt áætlun um endurbyggingu bankakerfisins, þarf nú að ljúka samningum við Breta og Hollendinga vegna Icesave-samkomulagsins, til þess að opna leiðina að fleiri alþjóðlegum sjóðum og tryggja lánshæfismat ríkisins, samkvæmt upplýsingum Bloomberg frá alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings.

David Riley, sem stýrir lánshæfismati þjóðríkja hjá Fitch,  segir að ef Íslandi nái þessu fram sé greinilega um framfarir að ræða og það hafi jákvæð áhrif á lánshæfismatshorfur  og traust landsins. Ísland er með einkunnina BBB- hjá Fitch, en það er einum flokki hærri einkunn heldur en ruslflokkur. Ríkið er á athugunarlista hjá matsfyrirtækinu með neikvæðar horfur. Ef þessi skref verða stigin er ólíklegt að Ísland falli í ruslflokkinn hjá Fitch.    

Í frétt Bloomberg er fjallað um samkomulagið sem kynnt var í gær við skilanefndir bankanna. Kemur fram að íslensk stjórnvöld bíði en eftir næstu útborgun lánsins frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, upp á 155 milljónir dala.

Jafnframt fjallar Bloomberg um þann möguleika á að Icesave-samkomulagið verði fellt á Alþingi og að það geti þýtt að ekkert verði af næstu útborgun frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum né frá ríkjum sem heitið hafa því að lána Íslendingum fé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka