Telja að ljúka verði Icesave

Frá Alþingi
Frá Alþingi Ómar Óskarsson

Ísland, sem hef­ur kynnt áætl­un um end­ur­bygg­ingu banka­kerf­is­ins, þarf nú að ljúka samn­ing­um við Breta og Hol­lend­inga vegna Ices­a­ve-sam­komu­lags­ins, til þess að opna leiðina að fleiri alþjóðleg­um sjóðum og tryggja láns­hæf­is­mat rík­is­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Bloom­berg frá alþjóðlega láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tæk­inu Fitch Rat­ings.

Dav­id Riley, sem stýr­ir láns­hæf­is­mati þjóðríkja hjá Fitch,  seg­ir að ef Íslandi nái þessu fram sé greini­lega um fram­far­ir að ræða og það hafi já­kvæð áhrif á láns­hæf­is­mats­horf­ur  og traust lands­ins. Ísland er með ein­kunn­ina BBB- hjá Fitch, en það er ein­um flokki hærri ein­kunn held­ur en rusl­flokk­ur. Ríkið er á at­hug­un­arlista hjá mats­fyr­ir­tæk­inu með nei­kvæðar horf­ur. Ef þessi skref verða stig­in er ólík­legt að Ísland falli í rusl­flokk­inn hjá Fitch.    

Í frétt Bloom­berg er fjallað um sam­komu­lagið sem kynnt var í gær við skila­nefnd­ir bank­anna. Kem­ur fram að ís­lensk stjórn­völd bíði en eft­ir næstu út­borg­un láns­ins frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum, upp á 155 millj­ón­ir dala.

Jafn­framt fjall­ar Bloom­berg um þann mögu­leika á að Ices­a­ve-sam­komu­lagið verði fellt á Alþingi og að það geti þýtt að ekk­ert verði af næstu út­borg­un frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum né frá ríkj­um sem heitið hafa því að lána Íslend­ing­um fé.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK