Hækkandi hlutabréfavísitölur um allan heim eru í The Financial Times taldar fyrirboði þess að kreppan sé á undanhaldi.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, tekur undir það.
Áætlanir hafi gert ráð fyrir að hlutabréfamarkaðurinn færi að rétta úr kútnum í lok næsta árs. Það væri hins vegar óvissu háð og undir ríkinu komið. Hann taldi æskilegast að fyrirtæki í ríkiseigu yrðu boðin út á almennum markaði til að tryggja sem dreifðast eignarhald. Jafnvel mætti sjá fyrir sér um 30-40 fyrirtæki á hlutabréfamarkaði í lok árs 2010.