Gegnsæ hlutafélög gegn krosseignarhaldi

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Tillagan um gegnsæ hlutafélög gengur út á að fyrirtæki eigi ekki í eigendum sínum eða láni til þeirra,“ segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Það má ekkert hlutafélag eiga í gegnsæju félagi nema það sé sjálft gegnsætt. Ef félag, sem ekki er gegnsætt, á í gegnsæju hlutafélagi fær það hvorki arð né atkvæðisrétt,“ segir hann og bætir við að með þessu sé tryggt „að öll eigendakeðjan verði gegnsæ“.

Tillaga til þingsályktunar um nýja tegund hlutafélaga liggur á borði viðskiptanefndar Alþingis. Sama tillaga var flutt á síðasta þingi og var vísað til nefndar.

Gegnsær banki 

„Gegnsær banki yrði sérstakur því hann mætti ekki lána til hlutafélaga sem ættu í honum. Eigendurnir yrðu því væntanlega lífeyrissjóðir og einstaklingar og fjársterk hlutafélög og bankinn yrði styrkari,“ segir Pétur.

Hann segir að margir minni fjárfestar séu illa brenndir eftir hrunið og þykir líklegt að þeir gætu einungis hugsað sér að fjárfesta aftur í gegnsæjum hlutafélögum.

Endurskoðendur leika stórt hlutverk

Endurskoðendur leika stórt hlutverk í eftirliti með þessu nýja hlutafélagaformi og gert er ráð fyrir að það verði refsivert að gefa rangar upplýsingar.

Pétur segir að það sem hafi gert íslenskt atvinnulíf svo óstöðugt og veikt í bankahruninu sé krosseignarhald og að fyrirtæki lánuðu hvert öðru „þvers og kruss ofboðslegar upphæðir“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK